26.3.19

Korter í vor

Ég get ekki beðið eftir því að þessi vetur sé búinn.  Mér fannst janúar og febrúar aldrei ætla að líða og nú er mars búinn áður en ég veit af.   Börnin eru líka nokkuð spennt fyrir því að fá nýja árstíð.  Þau eru komin með alveg nóg af úlpum, húfum, vettlingum etc. en það eru samt bara um 2-4 gráður sem er kannski ekki alveg peysuveður.

Ég hélt fyrirlestur í Listaháskólanum í Chicago og það var æðislega gaman.  Ég sagði þeim frá Stefan-Boltzmann og innrauðri geislun með allskonar bylgjulengdum og þeim fannst þetta bara nokkuð áhugavert.

Við héldum upp á 5 ára afmæli Sólveigar.  Hún fékk vini sína í heimsókn og það var svaka stuð.  Ásta verður 3 ára á laugardaginn og þá er það síðasta afmælið í bili.  Þetta er nú alveg smá törn.  4 afmæli öll með 2, 3 eða 4 vikur á milli.  Hú ha.  Sem betur fer eigum við Gail að sem bakar, skreytir og sér um allskonar smáatriði fyrir okkur.  Hún er sko himnasending.  Hún kom með okkur í Garfield gróðurhúsið um helgina.




 Hérna er Sólveig í leikskólanum að leika hvað hún hefur ferðast oft í kringum sólina.  Og hérna er mynd úr krakkaboðinu.
Ég bauð bara mjög takmörkuðum fjölda barna þetta árið í afmæli.  Var einhvernvegin svo uppgefin að ég meikaði ekki 30-40 manns eins og við erum búin að vera með undanfarin ár.  Allir svaka ánægðir.

Comments:
Yndislegt Tinna mín. Sammála með veturinn. Allir komnir í vorfíling hér:) Hver er Gail?
 
Barnfóstran okkar og tökuamma. Hún býr í næsta húsi við okkur og elskar okkur.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?