4.2.19

Ráðstefna í New Orleans

Ég er á ráðstefnu í New Orleans og það er frábært.  Í morgun fór ég á nokkra fyrirlestra um Deep Water Horizon olíu slysið, en um það snýst þessi ráðstefna.  Þetta voru merkilegir fyrirlestrar.  Sá fyrsti fjallaði um sögu olíu leit og nýtingu í Mexikó flóa.  Annar fjallaði um dýralíf í Mexíkó flóa en það er mjög fjölbreytt og sérstaklega í djúpsjó, dýpra en um 1500m.  Það eru næstum því þúsund fiskitegundir sem búa í Mexikó flóa.  Þriðji fjallaði um hafsbotninn og hvernig áhrif olíuslys hafa á lífríki hafsbotns.  Þetta olíu slys átti sér stað 2010 en árið 1979 átti svipað stórt slys sér stað utan við Tabasco hérað í Mexikó.  Þannig að þetta var geggjað merkilegt. 

Það er skrýtin tilfinning að vera ekki með fjölskyldunni minni.  Skrýtið en alveg ágætt.  Í nokkra daga.

Comments:
Gott hjá þér, njóttu ráðstefnunnar ;-) Knús og kveðjur!
 
Takk takk! Þetta var alveg ljómandi gott. Gott að koma aftur heim líka.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?