11.12.18

Lokapróf

Krakkarnir mínir eru að taka lokaprófið í kúrsinum mínum.  Í vor var ein stelpa svaka skúffuð yfir því hvað það var létt.  Henni fannst hún ekki hafa fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína og fannst hún hafa verið svikin.  Svo ég vona að þau verði ánægð með það núna.  Aðallega vona ég að þau fari út í heiminn og finni lausnir á losun gróðurhúsa lofttegunda.

Ég sá mann í strætó í morgun.  Hann var í götóttri skítugri peysu með bættan og mikið notaðan plastpoka.  Allt í einu fannst mér eins og ég væri að horfa á framtíðina persónugerða.  Plastpokar eru svo táknrænir fyrir tímann sem við búum á.  Einnota dót sem er einsis virði og mikilvægt á sama tíma.

Ég er orðin alveg hooked á the Moth.  Þetta eru sannar sögur sem fólk segir af sjálfu sér og þær eru alltaf magnaðar.  Það er svo geggjað að heyra fólk tala svona uppá sviði fyrir framan annað fólk.

Ég á eftir að sakna krakkanna minna.  Það er svo gaman að vera kennari og fá að kenna börnum, hafa áhrif á heimsmyndina þeirra og fylgjast með þeim.  Það eru algjör forréttindi.  Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.  Ég ákvað að kenna ekki næstu önn því ég þarf að einbeita mér að rannsóknunum, fara á ráðstefnur og jafnvel ferðast aðeins með fjölskyldunni. 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?