7.9.18
St. Louis
Eftir labour day byrjaði skólinn hjá stelpunum. Edda komin í first grade, Sólveig í preschool og Ásta á grænu deildina. Ánægðust er Edda. Hún lýsti því yfir að héðan í frá væru föstudagar leiðinlegustu dagarnir því svo kæmi helgin og þá væri enginn skóli. Sólveig virðist ljómandi ánægð með að vera með þeim elstu í sínum skóla en Ásta greyið er svolítið leið með að vera komin á þessa grænu deild. Hún saknar Miss Emiline og Miss (Ni)cole. Hérna er Edda eftir fyrsta daginn, búin að týna öðrum sokknum...
Ég er nokkuð ánægð með lífið og tilveruna. Ég elska að hjóla með stelpurnar í skólana og fara í vinnurnar mínar. Mér finnst svo skemmtilegt að kenna og síðan finnst mér geggjað að skoða kóðann minn þar sem búið að að bæta við allskonar fítusum. Og fullt af kommentum. Get ekki neitað því að það er mjög hjálplegt. Ég er svo imponeruð yfir því sem þau gerðu. Svaka dugleg stelpa sem spáði bilað mikið í líkaninu mínu, bætti við olíu og skrifaði svaka fína grein.