11.8.18
Síminn í fataskápnum
Ég gleymdi símanum mínum inní fataskáp. Á Íslandi. Svo núna fer ég bara með kyndilinn útá róló. Það er reyndar miklu betra því ég er að lesa East of Eden eftir Steinbeck sem er svo sérstaklega indæl. Ekki saman að líkja við að lesa um pólitík í New York Times. Í gær lýsti Edda því yfir að hana langaði í skemmtigarð. Mamman, alltaf reiðubúin að koma óskum í framkvæmd, skipulagði ferð í Maggie Daley garðinn. Við löbbuðum á lestarstöðina, tókum lest og löbbuðum síðan í garðinn með viðkomu í Cultural Center að kíkja á glerlistaverk og svona. Þetta er rúmlega klukkutíma ferðalag á fjögra og sex ára gönguhraða. Mér fannst aðeins eins og fyrst ég er ekki með síma og google er ekki að fylgjast með leiðinni okkar þá værum við ekki að fara. Síðan tók ég náttúrulega enga mynd sem undirstrikaði þessa tilfinningu. Svolítið skrítið. Aðeins einmannalegt en líka frelsandi.
Set því bara inn tvær gamlar.
Set því bara inn tvær gamlar.