9.8.18

Komin aftur til Chicago

Við fórum í fimm vikna sumarfrí heim til Íslands.  Það var nú bara stórkostlegt.  Svo yndislegt að hitta fólkið sitt og landið sitt.  Stelpurnar nutu sín í botn, stækkuðu og þroskuðust.  Flugið gekk ljómandi vel þrátt fyrir að pabbann vantaði og vorum við svo heppnar að fá alla röðina fyrir okkur.  Sólveig sofnaði fyrir flugtak og síðan hver á fætur annari.



Edda og Sólveig voru svo heppnar að fá að fara á hestanámsskeið.  











Við fórum í dagsferð, hittum litlu frænkurnar okkar, nutum sveitasælunnar í Flókadalnum og síðast en ekki síst héldum upp á fertugsafmælið mitt í góðra vina hópi á Drangsnesi.  





This page is powered by Blogger. Isn't yours?