28.8.18

Djúpa laugin

Stökk ofan í djúpu laugina.  Er að kenna tvo kúrsa í Loyola á þriðjudögum og fimmtudögum og síðan rannsóknamaður mánudag, miðvikudag og föstudag.  Fyrsti dagurinn í kennslu var í dag og ég er eins og undin tuska eftir þetta.  Krakkarnir voru samt svaka fín og þetta gekk alveg glimrandi vel, sérstaklega miðað við í fyrra.  Þá var ég með 50 mín tíma en núna eru það klukkutími og korter og tvisvar í viku frekar en þrisvar.

Rannsóknavinnan er svakalega spennandi.  Við erum að spá í hvað verður um olíu sem hellist í sjóinn.  Hvernig hún blandast við agnir og dót og sekkur kannski á hafsbotn.  Það er fáránlega spennandi.  Þetta teymi er búið að vera að nota líkanið mitt og nú fæ ég að koma inn og halda áfram með það.

Við fórum í the Dells um helgina og hittum vini okkar Angie og Justin.  Það var æðislegt.  Leigðum svítu á hóteli með vatnsrennibrautagarði og skemmtum okkur konunglega.  Stelpunum fannst þetta fáránlega skemmtilegt. Meira að segja Sólveig sem hefur alltaf farið sér hægt og verið varkár fór bara ein í allskonar stórar rennibrautir.  Edda sýndi mér hrikalegustu brautirnar sem hún hafði farið í með pabba sínum og ég gargaði eins og vitfirringur, ég trúði ekki mínum eigin sönsum með allar þessar ĺóðréttu brautir.  Náði nú ekki að taka margar myndir en hérna erum við á leiðinni heim.




Stelpurnar eru enn á tónlista námsskeiði.  Þær eru að læra á fiðlu og júkalelí, eru í rokkhljómsveit og dansi og ég veit ekki hvað og hvað.  Bara stórkostlegt.  Skólinn byrjar eftir viku.  Edda fer í fyrsta bekk.  Sólveig í preschool og Ásta fer á grænu deildina.  Það er svo ótrúlegt hvað börn stækka hratt.

Comments:
Stórt like á þetta allt saman:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?