27.2.18

Brené Brown

Var að hlusta á TED fyrirlestra þessara konu og get ekki annað en mælt með þeim 100%.  Hún hittir naglann á höfuðið þegar hún útskýrir fyrir okkur að vulnerability, sem er á íslensku viðkvæmni - getur það verið! sé undistaða heilbrigðs lífs.  Þetta er að gefa færi á sér, leyfa öðrum að sjá að maður er ófullkominn og það sem maður gerir er ófullkomið.  Hún talar líka um skömm sem virðist vera með endurkomu um þessar mundir.




Í næsta fyrirlestri talar hún um hvað hún var miður sín eftir þennan fyrirlestur.  Þetta er alveg stórkostleg kona.  

Við vorum að fá okkur fiska.  Þetta á að vera hringrás þannig að fiskarnir næra plönturnar, plönturnar næra okkur og stelpurnar næra fiskana.  Þær eru mjög duglegar og passa að þeir fái þrjár máltíðir á dag.  Eddu langar í kisu.  Ég held hún sé á einhverju mig-langar-í skeiði.  Hana langar í ipad og síma og kisu og hund.  Sólveig er nokkuð lukkuleg og passar að sín rödd heyrist.  Ásta er hamingjusamasta barnið, syngur og dansar og er farin að tala heilmikið.   Heldur einræður fyrir leikskólakennarana sína á íslensku og þær eru alveg forviða, skilja ekki mikið.  Ég er ein heima hjá mér í fyrsta skipti í margar vikur.  Það er ekkert smá afslappandi.  Hú ha.  Takke gud skalov fyrir leikskóla og grunnskóla.


Comments:
Njóttu einverunnar Tinna mín, þú átt hana aldeilis skilið.
 
Ahhh, segi það sama. Svo gott að fá að vera ein heima, nærir sálina og gerir mann að betri móður ❤ líst vel á þessa Ted fyrirlestra hja konunni. Hljóma vel:)

 
Samgleðst þér með næðið Tinna mín ;-) Við Inga Lára erum líka miklir aðdáendur Brené Brown, hún er svo mögnuð og hefur svo margt gott fram að færa!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?