6.11.17

Bara kominn nóvember

Tíminn líður ekkert smá hratt.  Það er bara kominn nóvember og alvöru haust hérna í Chicago.  Það er allt gyllt fyrir utan gluggann minn, haustlitir í fullum skrúða.  Við höfum það bara gott.  Halloween var alveg stórkostlegt.  Stelpurnar alveg í skýjunum með þetta allt saman.  Þær voru báðar Elsa og Ásta greyið fékk bara að vera Boots.  Það voru nokkuð alvarlegar pælingar um það að hún ætti að vera Anna en ekki ætla ég að kaupa nýjan búning sem enginn kemst í eftir nokkra mánuði.  Það kemur bara ekki til greina.

Ég hugsa að okkar kolefnisfótspor sé í hærra lagi.  Við keyrum kannski ekki reglulega, en við notum bílinn svona 2-5 sinnum í viku.  Síðan erum við náttúrulega með stórt hús, 3 börn, fljúgum heimshornanna á milli allavegana einu sinni eða tvisvar á ári.  Borðum allskonar mat eins og kjöt.  En öll fjölskyldan hjólar.  Líka þegar það eru bara tvær gráður jafnvel þó að Eddu finnst miklu skynsamlegra að keyra.  Ég er svo ánægð með græjuna mína.  Sólveig og Ásta framaná í vagninum og Edda hjólar á eftir mér.  Algjör snilld að vera á svona hjóli.  Ég fæ endalaus hrós og "váá" frá fólki sem við mætum.


Eddu finnst líka svaka sport að fá að sitja í.  Og hér er Ásta litla sætabrauð að borða granatepli.


Hér eru þær búnar að trick-og-treata.




Í einkadans tíma.


Ásta fær sleikjó í fyrsta skipti.





Comments:
Yndislegt:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?