17.9.17

Það er svo yndislegt að eiga börn en á sama tíma endalaust hektískt.  Maður er allan daginn á fullu.  Ef ekki að sinna þeim beint, þá að elda eða finna til snarl, þvo og sópa, ganga frá eða þurrka upp.  Ljósmóðirin mín hún Georgía útskýrði fyrir mér að um leið og maður eignast barn þá gefur maður upp eignarétt líkama síns.  Og þetta er alveg hárrétt.  Fyrir utan alla brjóstagjöfina þá finnst börnunum mínum alveg sjálfsagt snerta brjóstin mín og strjúka þau.  Hvenær sem er.  Hvar sem er.  Ásta heldur að maginn á mér sé trampólín.  Ég fékk svona ó-nei móment þegar ég var að ganga frá eftir kvöldmatinn í gær og fattaði að héðan í frá.. og reyndar alveg langt inn í fortíðina, þá er þetta svona klukkutíma dæmi.  Ganga frá matnum, taka af borðinu, raða inn í uppþvottavélina, þvo potta og pönnur, þurrka af borðum, sópa.

En, við Óli áttum ekkert smá góðan dag á föstudaginn.  Ég sérstaklega.  Ég fór í flot meðan Óli keypti í matinn.  Klukkutími þar sem ég lá á floti í kolniða myrkri og algerri þögn.  Alveg magnað.  Líkami manns hættir að vera til og eina sem er eftir eru hugsanirnar og sjálfið.  Nákvæm andstaða við lífið mitt þessa dagana.  Síðan fórum við heim í geggjaðan hádegismat.  Kartöflupúrrulaukssúpa sem ég hafði eldað fyrr í vikunni, vatnsmelónusalat með gráðosti og grænt te.  Það er smá heilsuæði í gangi hérna.  Ekkert sælgæti eða kökuneitt.  En þetta var svo bilað góður matur.  Síðan fórum við að lyfta á svaka harðjaxla stað, rockwell barbell.  Það var æðislegt.

Þessi helgi var ljómandi góð en aðeins og heitt með 30 gráðum.  Á morgun er mánudagur og það eru örugglega uppáhaldsdagarnir mínir.  Öll börnin í skóla.  Núna er ég bara að vona að Ásta verði ekki lasin á morgun.  Hún er svo mikið að hósta.

Sólveig fór í danstíma í fyrsta skipti.  Hún er búin að fylgja systur sinni í að verða 2 ár og loksins fékk hún að fara.

Ásta að borða ferskju.


Comments:
Takk, yndislegt.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?