7.5.17
San Francisco
Við komumst til San Francisco og skiluðum húsbílnum. Það var ekkert smá erfitt. Við höfðum vakað frameftir að taka til og finna útúr öllu hafurtaskinu. Síðan vöknuðum við snemma og drifum okkur af stað án þess að fá okkur kaffi. Á leiðinni stoppuðum við til að bæta á gasi og þrífa bílinn. Af einhverjum ástæðum settum við ekki í forgang að kaupa kaffi svo þegar við komum á staðinn klukkan 11 til að skila bílnum er ég enn ekki búin að fá kaffi. Það kemur í ljós að ekki er boðið upp á kaffi á þessum stað og við erum þarna til klukkan eitt að bíða eftir nýjum bíl og ferja allt dótið yfir í hann. Á meðan öllu þessu stendur eru þrjú börn, eins, þriggja og fimm ára eins og apakettir upp um allt og "ákkuru ákkuru??" Og ég er ekki búin að fá kaffi.
Dæmi um samræður við Eddu.
Ég (Tinna) : Jæja, nú þurfum við að taka allt úr bílnum.
Edda: akkuru?
T: Því við erum að skila honum og fara í annan bíl.
E: Akkuru?
T: Því nú erum við búin að vera með hann í mánuð.
E: Akkuru?
T: Því við fengum hann lánaðan fyrir mánuði síðan.
E: Akkuru?
T: Hvað meinarðu af hverju?
E: Af hverju fengum við hann lánaðan fyrir mánuði síðan?
T: Af því að okkur langaði að fara í ferðalag.
E: Akkuru?
T: Bara, því okkur finnst það skemmtilegt.
E: Af hverju finnst okkur það skemmtilegt?
T: Ég veit það ekki.
Það kemur fyrir að við eigum skemmtilegri samræður. Um daginn var ég að lesa Daniel Tiger bók og þar er ein sögupersónan Miss Elaina.
T: Lesi lesi les Miss Elaina
E: Það er Miss Ailaina, ekki Miss Elaina
T: Já ok, miss Eeilaina
E: Mamma! Miss AAAAilaina.
T: Miss AEilaina
E: You can say Miss Elaina, that´s ok, its kindof cute.
Og um daginn sagði Sólveig okkur að hún væri þriggja, en bráðum yrði hún fjögra. Svo varð hún skrítin á svipinn og sagði "ég er bara að verða svo gömul".
Síðasta vikan í húsbílnum var geggjað indæl. Við vorum í Yosemite um helgina með Sillu sem var stórkostlegt. Æðislegt að vera með Sillu og þessi garður svo fallegur það er varla hægt að koma orðum að því. Svo ævintýralegur með risafurum og risa klöppum. Við fórum í svo skemmtilegan göngutúr að Mirror Lake fyrri daginn en seinni daginn vorum við orðin hálf lúin svo við vorum bara endalaust að chilla við the falls og í the village. Sunnudagskvöldið héldum við síðan af stað vestur og vorum komin á mánudaginn á KOA tjaldstæði við Santa Cruz. Þar vorum við í tvo daga bara að slaka á og njóta þess að vera á trampolíni og róló allan daginn en síðan fórum við að skoða sædýrasafnið í Monterrey með milljón gallona fiskabúri og sardínur og síld syndandi um í skólum. Það sem hafði mest áhrif á Sólveigu var kolkrabbi á tentacles sýningunni í 50 ára gamalli bíómynd sem reif niður Golden Gate brúnna. Samt sáum við alvöru kolkrabba og allskonar alvöru furðufiska eins og cuttlefish sem skipti um lit og hrökk í kút þegar hann labbaði á glerið í fiskabúrinu sínu. Í gær vorum við í Salinas og skoðuðum Steinbeck safnið sem var svaka vel útfært og skemmtilegt fyrir alla. Við fórum líka tvisvar í leikfimissal þessa viku og fengum pössum fyrir börnin sem var algjör himnasæla.
Dæmi um samræður við Eddu.
Ég (Tinna) : Jæja, nú þurfum við að taka allt úr bílnum.
Edda: akkuru?
T: Því við erum að skila honum og fara í annan bíl.
E: Akkuru?
T: Því nú erum við búin að vera með hann í mánuð.
E: Akkuru?
T: Því við fengum hann lánaðan fyrir mánuði síðan.
E: Akkuru?
T: Hvað meinarðu af hverju?
E: Af hverju fengum við hann lánaðan fyrir mánuði síðan?
T: Af því að okkur langaði að fara í ferðalag.
E: Akkuru?
T: Bara, því okkur finnst það skemmtilegt.
E: Af hverju finnst okkur það skemmtilegt?
T: Ég veit það ekki.
Það kemur fyrir að við eigum skemmtilegri samræður. Um daginn var ég að lesa Daniel Tiger bók og þar er ein sögupersónan Miss Elaina.
T: Lesi lesi les Miss Elaina
E: Það er Miss Ailaina, ekki Miss Elaina
T: Já ok, miss Eeilaina
E: Mamma! Miss AAAAilaina.
T: Miss AEilaina
E: You can say Miss Elaina, that´s ok, its kindof cute.
Og um daginn sagði Sólveig okkur að hún væri þriggja, en bráðum yrði hún fjögra. Svo varð hún skrítin á svipinn og sagði "ég er bara að verða svo gömul".
Síðasta vikan í húsbílnum var geggjað indæl. Við vorum í Yosemite um helgina með Sillu sem var stórkostlegt. Æðislegt að vera með Sillu og þessi garður svo fallegur það er varla hægt að koma orðum að því. Svo ævintýralegur með risafurum og risa klöppum. Við fórum í svo skemmtilegan göngutúr að Mirror Lake fyrri daginn en seinni daginn vorum við orðin hálf lúin svo við vorum bara endalaust að chilla við the falls og í the village. Sunnudagskvöldið héldum við síðan af stað vestur og vorum komin á mánudaginn á KOA tjaldstæði við Santa Cruz. Þar vorum við í tvo daga bara að slaka á og njóta þess að vera á trampolíni og róló allan daginn en síðan fórum við að skoða sædýrasafnið í Monterrey með milljón gallona fiskabúri og sardínur og síld syndandi um í skólum. Það sem hafði mest áhrif á Sólveigu var kolkrabbi á tentacles sýningunni í 50 ára gamalli bíómynd sem reif niður Golden Gate brúnna. Samt sáum við alvöru kolkrabba og allskonar alvöru furðufiska eins og cuttlefish sem skipti um lit og hrökk í kút þegar hann labbaði á glerið í fiskabúrinu sínu. Í gær vorum við í Salinas og skoðuðum Steinbeck safnið sem var svaka vel útfært og skemmtilegt fyrir alla. Við fórum líka tvisvar í leikfimissal þessa viku og fengum pössum fyrir börnin sem var algjör himnasæla.