27.5.17

Þriggja horna ferð

Jæja.  Þetta var ekkert smá.  Við skiluðum húsbílnum í San Francisco.  Þetta húsbíla líf átti ágætlega við okkur.  Það er svo mikil nálægð sem er notalegt með svona litlum krílum.  Líka notalegt að vera ekki með allskonar græjur.  Þetta er svolítið basic lifnaðarhættir sem maður dettur í.  Ekki mikið verið að baða fólkið eða þvo.  Vorum alveg svolítið rykug af og til en ekki þannig að manni fannst það óþægilegt.  Mikið grillað og pasta með broccoli.





Silla hélt afmælisveislu fyrir stelpurnar í San Francisco með cupcakes og allskonar bleiku við mikinn fögnuð.  Síðan skemmtum við okkur í exploratorium allan eftirmiðdaginn og enduðum í krabba veislu á pier 27 eða 9.  Fórum um allan bæinn í eldgömlum sporvögnum okkur til mikillar ánægju.  Síðan heimsóttum við Sigurdísi og Rósu og litla Harald Mána og hans stórfjölskyldu.  Það var pool partý og garðveisla.  Stelpurnar gátu leikið við litlu Sigurdísi og allir skemmtu sér vel og nutu þess að vera til.


Þá var leiðinni heitið til Seattle.  Þar heimsóttum við Angie og Justin og fórum með þeim upp að Olympic Mountain.  Það var yndislegt að reconnecta við þau og kynnast strákunum þeirra.  Við fórum líka í mat til Deirdre og Josh í nýja húsið þeirra sem er ekkert smá töff.


Frá Seattle flugum við til Panama City til Öldu og vorum þar að slaka á í eina viku.  Við vorum nú svolítið eins og sprungnar blöðrur en nutum þess í botn að vera á ströndinni og í sundlauginni hennar Öldu.







Comments:
Svo gaman að fá að fylgjast með ykkur :-) Knús á ykkur öll og hlakka til að sjá ykkur :-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?