3.5.17

Húsbílalíf

Mér finnst ekkert smá indælt að búa í húsbíl.  Fjölskyldan er að venjast þessu líka.  Sólveig er meira og minna hætt að biðja okkur að koma aftur heim.  Það er frekar þægilegt að vera með allt sem maður á með sér alltaf.  Maður getur stoppað hvar sem er og borðað fína máltíð.  Þegar maður er þreyttur stoppar maður bara og fer að sofa.  Nokkrum sinnum fórum við bara útaf veginum og gistum á blm landi.  Tvisvar gistum við á walmart bílastæði þegar við vorum í miðri borg en vildum bara fara að sofa.  Það er aðeins furðulegt og svolítið um neon ljós en samt bara notalegt.


Konan að keyra í eyðimörkinni.


Liðið í símunum.


Missáttar með rúsínurnar.


Sólveig og náttúruundrið.


Litla Ásta í eyðimörkinni.


Búin að ganga í marga daga.


Sandöldur í Death Valley.


Systur við Rainbow Canyon.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?