12.1.17

Rólegheit

Ég sit hérna í sófanum heima hjá mér.  Með hvítvínsglas, bók, nóbelsverðlaunahafann á fóninum.  Allt er nokkuð hreint.  Allskonar auðir fletir á borðum.  Öll börnin eru sofandi og klukkan er rétt níu.  Og ég er sko búin að sitja svona í tæpan klukkutíma.  Það voru allir sofnaðir klukkan sjö.  Þetta er svo ótrúlega indælt að ég trúi því varla að þetta sé að gerast.

Edda og Sólveig eru reyndar svolítið lasnar, með hósta og hita.  Fóru ekkert í skólann í gær sem þýðir að þetta er þriðji dagurinn sem við erum 4 að dúlla okkur.  Í dag vorum við heima um morguninn og síðan drifum við okkur út, Ásta í kerrunni og stóru á þotu.  Fórum í byggingavöruverslun og síðan á diner - Margie´s Candies.  Fengum samlokur og banana split.  Alveg stórkostlegt.  Tók engar myndir af þeirri ferð svo ég set bara inn nokkrar myndir frá því í nóvember þegar við stoppuðum í smá klifursprell.  Fyrsta myndin er sú eina sem náðist af öllum systrunum saman.









Comments:
Sæl Tinna mín
Mikið eru þetta fallegar myndir. Og mikið er gaman að lesa þetta blogg og það sem á undan fór. Mikil viska og yfirvegun hjá þér.
Kærleiks- og saknaðarkveðjur,
Gía
 
Það sem Gía sagði. Orð fyrir orð. Copy, paste. Ást. Svava:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?