6.1.17

Halló 2017

Prímtöluár.  Það verður eitthvað sérstakt.

Uppáhalds 2017 setningin mín er "Maður verður að gera það upp við sig hvernig lífi maður vill lifa".  Uppáhalds frænka mín kenndi mér þessa setningu og ég elska hana.  Þetta er svo rational setning og basic.  Nær að kjarna sannleikans.  Síðan er þetta tvíþætt.  Fyrri þátturinn er að gera upp við sig.  Spyrja sig: hvað er mikilvægt fyrir mig?  Annar þátturinn er framkvæmd.  Standa við það sem maður svarar.

Ég upplifi aukið frelsi bara við það að hugsa um þessa setningu.  Maður er sinn eigin herra og ber sjálfur ábyrgð á sínum tilfinningum.  Hvernig einhver annar hegðar sér kemur mér bara ekki við að því leyti að ég get ekki verið ábyrg fyrir því.  Elska svona setningar sem maður getur gripið í.  Þetta er svona geggjað gott hald í klifurbraut, svaka jákvætt, maður getur haldið í það með annari og dinglað á veggnum þangað til maður nær að krækja tánni eitthvert og híft sig upp.

Chris Gethard á svona setningu: Stundum setur þú mikilvægi atburða úr samhengi.  Þegar sálfræðingurinn hans sagði honum að þetta væri satt fyrir hann þá small eitthvað saman.  Svo getur hann notað þessa setningu í sínu daglega lífi.  Hann missir krukku af teiknibólum sem dreifast útum allt.  Um leið og hann fer að fríka út þá man hann að hann á það til að setja mikilvægi atburða úr samhengi og þá fattar hann að þessi atburður er ekki heimsendir.  Terry Gross tók viðtal við hann sem er, eins og flest ef ekki öll hennar viðtöl, vel þess virði að hlusta á.

Fyrsta mál á dagskrá árið 2017 hjá mér er að taka sykurlausan mánuð.  Desember var nokkuð mettaður sykurlega séð og ég er búin að vera með þetta á bakvið eyrað í lengri tíma en svo var það NYtimes pistlahöfundur sannfærði mig um að núna væri góður tími til að borða ekki sykur í mánuð.  Það hefur alls ekki verið auðvelt.  Og það varð úr að ég ákvað að hann yrði ekki 100% sykurlaus.  Tveir bitar af mjög dökku súkkulaði eru leyfðir á dag og einstaka trönuber sem eru með smá sykri í.  Helstu breytingar eru engar kökur og engin sulta.   Í staðin meira snakk, popp og hnetusmjör.

Comments:
Blessuð Tinna mín. Mikið sem ég elska svona "quotes" líka. Oftast breyta þau allri líðan minni til hins betra. Þangað til að lífið flækist fyrir mér. En þá sé ég annað svona snilldar ummæli eða setningu og allt verður gott á ný. Er búin að vera á leiðinni að hafa samband við þig en það er búið að vera svo mikið í gangi hjá mér. Var að blogga um það. Knús og kram mín kæra:) Já, þetta ár verður æði.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?