24.11.16

Indverskt brúðkaup

Við erum svo heppin að eiga svona góða fjölskyldu sem elskar okkur út fyrir skynsamleg mörk. Öll börnin eru á Íslandi meðan við hjónin njótum lífsins i Delhi, förum í brúðkaup... og erum andvaka á næturnar.

Á Indlandi sameinast fjölskyldur þegar fólk giftir sig og þessi fjögurra daga hátíð, brúðkaupið, snýst um að kynna fjölskyldunum hvorri fyrir annarri. Í kvöld var hátíð í húsi foreldrum Radhiku. Matur, dans og söngur sem allir tóku þátt í, ungir sem gamlir. Stórkostleg gleði og fíflalæti. Konur og menn skiptust á að kynna hópa, syngja viðeigandi lög, berja á trumbu og egga fólk til taka nokkur spor.  Bilað skemmtilegt og engin börn.  Þau voru öll skilin eftir heima.


Comments:
Vá, en gaman!! :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?