31.10.16

Halloween og Iowa City

Við brugðum undir okkur betri fætinum og brunuðum til Iowa City um helgina.  Ferðalagið gekk vonum framar og við fengum höfðinglegar móttökur hjá Geira og Guðbjörgu, Mása og Möllu.  Við stelpurnar byrjuðum á því að pikka Óla upp á götuhorni og fara á ítalskan fjölskyldustað í kvöldmat.  Síðan keyrðum við í tvo tíma, gistum í Sterling, keyrðum í rúman klukkutíma í viðbót beint í svaka brunch borinn fram úti í garði.  Að meðaltali eru 12-13 gráður 29. octóber en árið 2016 voru 25 gráður og sól.  Það var mjög gott chill í IC.  Nokkuð um rólóferðir, við skárum út pumpkin, Geiri grillaði, kosningavaka (VG-16%, P-15%, Viðreisn-11%).  Heimleiðin gekk greiðlega.  Ásta Guðrún skemmtir sér bara vel í bíl með Eddu sér við hlið og Edda tekur skemmtunarhlutverk sitt alvarlega.  Sólveig er sú sem síst er ánægð með að sitja í bíl og stríðir foreldrum sínum með því að kúka í sig, ljúga um að hafa kúkað í sig, prumpa og segjast hafa kúkað, ljúga um að þurfa að kúka... við féllum fyrir allskonar kombinasjónum og vorum alltaf að stoppa.

Í dag var hrekkjavaka.  Edda var Róbert og Sólveig Píla.  Í hvorki meira né minna en í heimasaumuðum búningum.  Það fyrsta sem Edda sagði í morgun (með tón) var Mamma, það er komið halloween og þú ert ekki enn byrjuð að gera búninginn þinn.  Ég: (sofandi) ha, já, hver átti ég að vera, Edda: Nú Kuggur!!



Edda að koma til baka úr gönguferð með leikskólanum




Vængirnir hennar Pílu.  Það var of heitt fyrir Sólveigu að vera í dúnvesti með flísvængjum.








Comments:
Flottar myndir og ævintýralegt hvernig ásýnd hverfisins hefur breyst í tilefni dagsins. Stúlkurnar sýnilega sáttar og gott að hafa pabba í nánd til að bægja frá ótta og kvíða á hrekkjavökunni. Bestu kveðjur frá Gíu ömmu.
 
Yndislegt! :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?