11.10.16

Ferðalangar

Eitt af því skemmtilega við að búa í útlöndum er þegar vinir manns og fjölskylda kemur í heimsókn.  Þetta haust hefur verið óvenju fengsælt.  Fyrst kom Lilja frænka mín, eða "frænkan okkar" eins og Sólveig kallaði hana.  Hún var hérna hjá okkur í eina viku sem var agalega nice.  Síðan komu Silla og Jónas í tvær vikur.  Þau chilluðu heilmikið með okkur og fóru síðan í road trip um miðvestur ríkin.  Núna um helgina vorum við svo heppin að hitta Sólveigu frænku hans Óla, Snæbjörn og Lilju hlaupadrottninguna sem kom í maraþonið.  Stelpunum fannst ekkert smá gaman að leika við frænda sinn.

Annars er bara allt gott af okkur að frétta.  Við Óli erum að fara á tónleika í kvöld.  Die Antwoorp.  Ég er aðeins nervus, horfði á banana head og varð aðeins óglatt.  Þetta er svona þegar aldurinn færist yfir mann.  Maður er ekkert 23 lengur.  Okkur áskotnuðust miðar á Sigurrós um daginn og það voru geggjaðir tónleikar.  Svaka töff strákar.

Einnig er allt gott af börnunum að frétta.  Ásta er farin að skríða út um allt og er alltaf að æfa sig að fara upp á hnéin.  Sólveig er tveggja og hálfs og ég held að það sé erfiðasti aldurinn.  Hú ha.  Hún er með einbeittan vilja til að skemma hluti, vill ekki fara að sofa á kvöldin, vill ekki borða matinn sinn en finnst svaka fyndið að sulla honum útum allt.  Fjögra og hálfs finnst mér miklu afslappaðri aldur.  Edda hefur mikinn áhuga á að læra hvernig heimurinn virkar.  Er á kafi í anatómíu og bakteríum og tannheilsu.

Comments:
Like Tinna, like:) Þú mátt endilega skrifa pistil um Die Antwoorp tónleikana;) Ég kannast við þetta með aldurinn. Það liggur við að ég kaupi mér bara ömmunærbuxur og segi þetta gott;)
 
Ég var að fá mér thinx og það er alveg málið.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?