31.10.16

Halloween og Iowa City

Við brugðum undir okkur betri fætinum og brunuðum til Iowa City um helgina.  Ferðalagið gekk vonum framar og við fengum höfðinglegar móttökur hjá Geira og Guðbjörgu, Mása og Möllu.  Við stelpurnar byrjuðum á því að pikka Óla upp á götuhorni og fara á ítalskan fjölskyldustað í kvöldmat.  Síðan keyrðum við í tvo tíma, gistum í Sterling, keyrðum í rúman klukkutíma í viðbót beint í svaka brunch borinn fram úti í garði.  Að meðaltali eru 12-13 gráður 29. octóber en árið 2016 voru 25 gráður og sól.  Það var mjög gott chill í IC.  Nokkuð um rólóferðir, við skárum út pumpkin, Geiri grillaði, kosningavaka (VG-16%, P-15%, Viðreisn-11%).  Heimleiðin gekk greiðlega.  Ásta Guðrún skemmtir sér bara vel í bíl með Eddu sér við hlið og Edda tekur skemmtunarhlutverk sitt alvarlega.  Sólveig er sú sem síst er ánægð með að sitja í bíl og stríðir foreldrum sínum með því að kúka í sig, ljúga um að hafa kúkað í sig, prumpa og segjast hafa kúkað, ljúga um að þurfa að kúka... við féllum fyrir allskonar kombinasjónum og vorum alltaf að stoppa.

Í dag var hrekkjavaka.  Edda var Róbert og Sólveig Píla.  Í hvorki meira né minna en í heimasaumuðum búningum.  Það fyrsta sem Edda sagði í morgun (með tón) var Mamma, það er komið halloween og þú ert ekki enn byrjuð að gera búninginn þinn.  Ég: (sofandi) ha, já, hver átti ég að vera, Edda: Nú Kuggur!!



Edda að koma til baka úr gönguferð með leikskólanum




Vængirnir hennar Pílu.  Það var of heitt fyrir Sólveigu að vera í dúnvesti með flísvængjum.








11.10.16

Ferðalangar

Eitt af því skemmtilega við að búa í útlöndum er þegar vinir manns og fjölskylda kemur í heimsókn.  Þetta haust hefur verið óvenju fengsælt.  Fyrst kom Lilja frænka mín, eða "frænkan okkar" eins og Sólveig kallaði hana.  Hún var hérna hjá okkur í eina viku sem var agalega nice.  Síðan komu Silla og Jónas í tvær vikur.  Þau chilluðu heilmikið með okkur og fóru síðan í road trip um miðvestur ríkin.  Núna um helgina vorum við svo heppin að hitta Sólveigu frænku hans Óla, Snæbjörn og Lilju hlaupadrottninguna sem kom í maraþonið.  Stelpunum fannst ekkert smá gaman að leika við frænda sinn.

Annars er bara allt gott af okkur að frétta.  Við Óli erum að fara á tónleika í kvöld.  Die Antwoorp.  Ég er aðeins nervus, horfði á banana head og varð aðeins óglatt.  Þetta er svona þegar aldurinn færist yfir mann.  Maður er ekkert 23 lengur.  Okkur áskotnuðust miðar á Sigurrós um daginn og það voru geggjaðir tónleikar.  Svaka töff strákar.

Einnig er allt gott af börnunum að frétta.  Ásta er farin að skríða út um allt og er alltaf að æfa sig að fara upp á hnéin.  Sólveig er tveggja og hálfs og ég held að það sé erfiðasti aldurinn.  Hú ha.  Hún er með einbeittan vilja til að skemma hluti, vill ekki fara að sofa á kvöldin, vill ekki borða matinn sinn en finnst svaka fyndið að sulla honum útum allt.  Fjögra og hálfs finnst mér miklu afslappaðri aldur.  Edda hefur mikinn áhuga á að læra hvernig heimurinn virkar.  Er á kafi í anatómíu og bakteríum og tannheilsu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?