19.9.16

Þakklát

Það er góð tilfinning að vera þakklátur.  Stundum hefur maður ekki bandvídd til að hugsa út í það en af og til rofar til og það er góð tilfinning.  Þetta er liður í meðmælum, eða jafnvel heimssýn, James Altucher.  Hann talar um fjögur svið sem maður þarf að passa að rækta með sér til að líða vel eða bara líða sem heilsteyptri manneskju.  Þau eru: líkamlegt, tilfinningalegt, andlegt og vitsmunalegt.  Það er nokkuð augljóst hvernig maður ræktar hið líkamlega - hreyfa sig og borða vel.  Maður ræktar tilfinningalegu hliðina með því að umgangast fólk sem þykir vænt um mann og manni þykir vænt um.  Hið andlega ræktar maður með því að vera þakklátur fyrir fólkið og tækifærin sem lífið hefur gefið manni.  Síðan er það þetta vitsmunalega, en það er í smá mínus hjá mér þessa dagana.  Það snýst um að koma með hugmyndir.  Helst 10 á dag.

En í dag, sem og reyndar flesta daga, er ég þakklát fyrir fjölskylduna mína.  Ég er þakklát fyrir að eiga yndislegan mann sem er á stanslausri sjálfbetrunar braut.  Ég er þakklát fyrir að eiga börn sem eru forvitin um heiminn og hafa gaman af lífinu.  Ég er þakklát fyrir að við eigum stóra fjölskyldu á Íslandi sem þykir vænt um okkur.  Ég er þakklát fyrir að eiga akademískan leiðbeinanda sem hefur trú á mér.

Edda og Sólveig á leið í leikskólann, í pússi að eigin vali.


Comments:
Dásamlegt:) Þetta vitsmunalega kemur seinna, einhvern tíma á eftir brjóstaþokunni. Stundum finnst mér það að vera þriggja barna móðir kaffæra öllum vitsmunum. Allavegana í bili. Við vonum bara það besta.
 
Takk fyrir þennan góða pistil; ég er þakklát fyrir ansi margt, meðal annars fyrir þig elsku frænka :-) Hafðu það sem best, sjáumst eftir ekki svo langan tíma ;-)

 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?