19.6.16

Já ég er komin heim

Við vorum svo lánsöm að Lóa vildi koma til okkar. Stelpurnar dýrka hana og við öll raunar. Við gerðum allskonar og höfðum það mjög gott. Fyrst fórum við til Indíana dunes um memorial day weekend. Lóa kom reyndar ekki en Sara kom og krakkarnir. Við leigðum hús, fórum á ströndina, grilluðum og nutum þess að vera uppi sveit. Við fórum niður i bæ, á Maggie Daley, út að borða, í picnic og náttúrulega á róló. Lóa segir að við séum róló sjúk fjölskylda. Og það er satt.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?