21.6.16
Brúðkaup
Við langmæðgurnar fórum í svo yndislega fallegt brúðkaup í dag hjá Önnu og Jason. Það var haldið í Grímsnesinu með fjallasýn í allar áttir. Veðrið var uppá sitt besta, sól og 17 stiga hiti. Toshika Toma gaf þau saman. Hann sagði mjög fallega sögu um hjónaband og hvernig það er eins og blóm, stundum í blóma og stundum í dvala. Þó það sé í dvala er ekki ástæða til að fríka út, bara hlúa að rótunum og láta tíman hjálpa því að blómstra aftur. Jason las líka einlægt fallegt frumsamið ljóð til Önnu. Síðan voru skemmtileg tónlistaratriði og þetta var bara alveg frábært.
Börnin mín stóðu sig í meðallagi vel. Edda lýsti því yfir hátt og snjallt að hún þurfti að pissa í miðri athöfn og Sólveig bruddi doritos hástöfum. Ásta lét ekki sitt eftir liggja og gólaði aðeins. Öll hin börnin voru eins og ljós.
Börnin mín stóðu sig í meðallagi vel. Edda lýsti því yfir hátt og snjallt að hún þurfti að pissa í miðri athöfn og Sólveig bruddi doritos hástöfum. Ásta lét ekki sitt eftir liggja og gólaði aðeins. Öll hin börnin voru eins og ljós.