3.3.16

Alpine Valley

Við fórum í smá skíðaferð um síðustu helgi.  Skruppum upp til Wisconsin í Alpine Valley.  Ég ætlaði nú bara að vera með Sólveigu á sleða meðan Edda og Óli færu á skíði en það var ekki það sem Sólveig hafði í huga.  Um leið og hún sá skíðin hennar Eddu var það það eina sem komst að hjá henni.  Að komast á skíði.  Barnið er ekki einu sinni orðið tveggja ára.  Það varð úr að við mæðgur þurftum bara að fara inn í sund því sú stutta vildi ekki sjá sleðann meðan Edda renndi sér nokkrar bunur á laugardeginum.  Sunnudagsmorgun þá fengum við Sólveig líka skíði sem við vorum bara nokkuð sáttar við.




Hún var nú með svolitlar gúmmífætur og þetta var ágæt líkamsrækt fyrir mig að halda henni uppi meðan við renndum okkur saman í plóg.  Edda fílaði sig ágætlega á skíðum en henni fannst skórnir aðeins ómögulegir.







Comments:
Hehe, auðvitað hafa þær skíðagenin frá báðum ættliðum. Kemur mér þar af leiðandi ekkert á óvart að Sólveig hafi viljað skíða líka. Ekkert smá sætar myndir af ykkur öllum. Lítur út fyrir að hafa verið gott frí.

Ástarkveðja frá Mannheim,
Silla
 
Yndislegt :-) Og ,,snemma beygist krókurinn" eins og sagt er :-)
 
Já, þetta var yndislegt! Takk stelpur.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?