22.2.16
Af hverju
Barnið er djúpt sokkið í af hverju skeiðinu. Það er sett spurningamerki við allt. Það eina sem Edda tekur gilt er að jörðin snýst um öxul sinn. Við Edda, langt fram yfir háttatíma:
Ég, við það að missa þolinmæðina: Leggstu upp í rúm og farðu að sofa!!
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að það er nótt
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að sólin er farin til Kína
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að jörðin snýst um öxul sinn.
Edda: Jaá, mmm.
Sólveig er líka farin að spjalla heilmikið. Ég sagði við hana: Þú ert nú meiri kálfurinn. Þá svaraði hún strax "nei, api" Síðan segir hún avocado og appelsína og allskonar annað sem henni dettur í hug. Það er mjög skemmtilegt.
Ég, við það að missa þolinmæðina: Leggstu upp í rúm og farðu að sofa!!
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að það er nótt
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að sólin er farin til Kína
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að jörðin snýst um öxul sinn.
Edda: Jaá, mmm.
Sólveig er líka farin að spjalla heilmikið. Ég sagði við hana: Þú ert nú meiri kálfurinn. Þá svaraði hún strax "nei, api" Síðan segir hún avocado og appelsína og allskonar annað sem henni dettur í hug. Það er mjög skemmtilegt.