22.2.16
Af hverju
Barnið er djúpt sokkið í af hverju skeiðinu. Það er sett spurningamerki við allt. Það eina sem Edda tekur gilt er að jörðin snýst um öxul sinn. Við Edda, langt fram yfir háttatíma:
Ég, við það að missa þolinmæðina: Leggstu upp í rúm og farðu að sofa!!
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að það er nótt
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að sólin er farin til Kína
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að jörðin snýst um öxul sinn.
Edda: Jaá, mmm.
Sólveig er líka farin að spjalla heilmikið. Ég sagði við hana: Þú ert nú meiri kálfurinn. Þá svaraði hún strax "nei, api" Síðan segir hún avocado og appelsína og allskonar annað sem henni dettur í hug. Það er mjög skemmtilegt.
Ég, við það að missa þolinmæðina: Leggstu upp í rúm og farðu að sofa!!
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að það er nótt
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að sólin er farin til Kína
Edda: Af hverju?
Ég: Vegna þess að jörðin snýst um öxul sinn.
Edda: Jaá, mmm.
Sólveig er líka farin að spjalla heilmikið. Ég sagði við hana: Þú ert nú meiri kálfurinn. Þá svaraði hún strax "nei, api" Síðan segir hún avocado og appelsína og allskonar annað sem henni dettur í hug. Það er mjög skemmtilegt.
12.2.16
Afmælisbarn
Afmælisbarnið að æfa sig að skrifa
Í nýju peysunni frá Gíu ömmu
Aðal veislan er á sunnudaginn. 19 fullorðnir og 15 börn eru búin að melda sig. OMG. Við buðum bekknum hennar Eddu í afmælisveislu og það koma næstum því allir. Ég er aðeins að fríka út yfir þessu. Edda er mjög spennt fyrir því að hafa stóra veislu. Stór veisla - margir krakkar. Goodie bag er svaka flott litabók sem ég keypti með góðum fyrirvara á amazon. Gleymdi reyndar að kaupa poka, svo ég þarf að reyna að redda því í dag. Í einhverri mega-skrifstofubúð geri ég ráð fyrir. Fyrir fullorðna fólkið verða beyglur og reyktur lax, smurostur, rauðlaukur og capers. Kaffi náttúrulega. Fyrir börnin eru líka beyglur, ávextir, bollakökur, djús og eða mjólk. That´s it. Ég er búin að leigja stóla og börn (borð:) fyrir börnin. Búin að kaupa allt Diego dótið í party city. Það verður föndur borð, pottaleikurinn og photo station. Enginn trúður. Það væri sennilega ekki á það bætandi fyrir barnið með þessa foreldra. Mér finnst þetta pínu stressandi. Við Edda erum búin að fara yfir prógrammið. Þakka fyrir sig og setja gjöfina upp á hillu. Það er mjög mikilvægt. Hér er algjört faux pas að opna gjöfina meðan gestirnir eru viðstaddir.
Fjögurra ára. Í Diego búningnum.