18.1.16

Right?

Í Chicago er átakanlega kalt.  -18 í morgun.  Það er líka dagur Martin Luther King, og ætluðum við Óli aldeilis að njóta þess.  Markaðarnir eru nefnilega lokaðir og Óli í fríi.  Leikskólinn er hins vegar ekki lokaður og var planið að skella börnunum þangað og fara síðan í brunch.  Bara við hjónin tvö ein.  En litla skinnið hún Sólveig er komin með lungnabólgu svo það varð ekkert úr þess konar pælingum.  Við, úrvinda smábarnaforeldrarnir, steinsváfum með henni í 3 tíma, frá 11-2 í dag.  En það er eitthvað sem hefur aldrei áður gerst en var ofsalega ljúft.  Síðan fengum við góða gesti og Sólveig greiningu og lyf svo það rættist nú alveg úr þessum degi.  Right?

Þetta er það nýjasta hjá Eddu.  Eftir einhverja staðhæfingu hjá henni "ég ætla að fá mér djús og svolítið vatn" kemur þetta - Right!?  Þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt.  Hún segir þetta með svo miklum hreim.. Ra-æit?  Ég verð að reyna að ná þessu á vídjó.

Comments:
yndislegt:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?