1.1.16
Draumur á nýársnótt
Ég vil ekki að einhver deyji. Var það fyrsta sem Edda sagði á árinu 2016. Ég spurði hana hvort hana hefði verið að dreyma eitthvað og hún sagði að sig hefði dreymt hún væri hafmeyja. Og varstu að synda í sjónum spurði ég. Nei, leika við pabba og mömmu sagði hún þá. Og Maríu. María kyssti mig og við erum vinkonur. Þetta var draumurinn. Mjög póetískt.
Nýja árið kom annars bara í róleguheitunum til okkar. Við vorum með veislu og Óli eldaði beef Wellington. Sara og börnin voru hjá okkur í nokkra daga og við töldum niður nýja árið þegar það ætti að koma á Íslandi ef klukkan væri rétt en þá er hún 8 hér. Justin félagi Óla kíkti við eftir kvöldmat þegar hans fjölskylda var öll sofnuð. Okkar fjölskylda var síðan öll sofnuð fyrir miðnætti.
Það voru ekki strengd mörg nýársheit þessi áramót. Ég get ekki hugsað mér að takast á við fleiri verkefni en þau sem ég er nú þegar að vinna í.
Nýja árið kom annars bara í róleguheitunum til okkar. Við vorum með veislu og Óli eldaði beef Wellington. Sara og börnin voru hjá okkur í nokkra daga og við töldum niður nýja árið þegar það ætti að koma á Íslandi ef klukkan væri rétt en þá er hún 8 hér. Justin félagi Óla kíkti við eftir kvöldmat þegar hans fjölskylda var öll sofnuð. Okkar fjölskylda var síðan öll sofnuð fyrir miðnætti.
Það voru ekki strengd mörg nýársheit þessi áramót. Ég get ekki hugsað mér að takast á við fleiri verkefni en þau sem ég er nú þegar að vinna í.