3.1.16
Bleyjubörn og samsæriskenningar
Í dag eru formlega engin bleyju börn á heimilinu. Sólveig er farin að pissa í koppinn. Í dag, 3. janúar þá vaknaði hún og ég setti hana beint á koppin þar sem hún pissaði stundvíslega. Korteri seinna var ég inni í eldhúsi að elda hafragraut og þá kom hún með buxurnar á hælunum og sagði voða sætt "piss piss". Settist á koppinn og sprændi smá bunu. Síðan aftur og svo setti ég hana á koppinn áður en við fórum út. Við fórum í gróðurhúsa-grasagarð hérna í nágrenninu og barnið ekki með neina bleyju. Þegar við vorum búin að vera þar í klukkutíma setti ég hana á koppinn (ferðakoppinn) en það kom engin buna. Síðan sofnaði skinnið í bílnum og svaf í rúman klukkutíma. Vaknaði þur. Beint á koppinn og ekki að spyrja að því: svaka buna. Svona gekk þetta bara allan daginn þangað til pabbinn skolaði koppinn og gleymdi að setja skálina á sinn stað. Þá stóð greyið með buxurnar á hælunum og peysuna upp undir höndum, en það er mikilvægt að ýta öllu fatarkyns langt frá miðjusvæðinu og hægt er, og horfði örvæntingafull á koppinn "piss?". Óli stökk til og kippti málinu í lag og barnið gerði sér lítið fyrir og kúkaði. Öll fjölskyldan ljómaði alveg yfir þessu þar sem í gær var það upp á eldhúsborði og dagana þar á undan annað hvort í buxurnar eða bleyjuna sem hún fær alltaf á nóttunni og í lúrnum nema í dag.
Ég er svo ánægð með þennan nýja raunveruleika, ég á vart orð til að lýsa hversu stórkostlegt þetta er. Ég þoli ekki bleyjur. Af helsta bleyju-koppa sérfræðingi landsins skilst mér að þessi vandræði sem vestrænir foreldrar eru í varðandi að venja börnin á að pissa í kopp sé allt bleyjuframleiðendum að kenna. Einn virtasti barnalæknir BNA, Dr. Brazelton, skrifar í bók sinni "Touchpoints" sem þykir áreiðanleg heimild um þroska barna, að ekki sé ráðegt að byrja að kenna börnum að pissa í kopp fyrir tveggja ára aldur. Frumkvæðið verði að vera þeirra. Og þá er komið að samsæriskenningunni. Einn helsti styrktaraðili Dr. Brazeltons er Pampers. Minn helsti go-to sérfræðingur á þessu sviði er Jamie Glowacki en hún hjálpar foreldrum á barmi taugaáfalls við að kenna börnum að pissa í kopp þegar þau eru orðin 4 og 5 ára. Hún segir að það sé lang auðveldast að kenna börnum undir tveggja að pissa í kopp. Nú á bara eftir að koma í ljós fyrir mig hvort þetta verði jafn auðvelt með síðasta barnið. Verð bara að koma því að að bókin hennar Oh Crap! Potty Training er bráðskemmtileg og hefur reynst mér mjög vel, auk þess er hægt að kaupa hana á netinu og fá hana strax í tölvupósti fyrir bara $15. Sem er um það bil kostnaður við að vera með barn í bleyju í eina viku.
Ég er svo ánægð með þennan nýja raunveruleika, ég á vart orð til að lýsa hversu stórkostlegt þetta er. Ég þoli ekki bleyjur. Af helsta bleyju-koppa sérfræðingi landsins skilst mér að þessi vandræði sem vestrænir foreldrar eru í varðandi að venja börnin á að pissa í kopp sé allt bleyjuframleiðendum að kenna. Einn virtasti barnalæknir BNA, Dr. Brazelton, skrifar í bók sinni "Touchpoints" sem þykir áreiðanleg heimild um þroska barna, að ekki sé ráðegt að byrja að kenna börnum að pissa í kopp fyrir tveggja ára aldur. Frumkvæðið verði að vera þeirra. Og þá er komið að samsæriskenningunni. Einn helsti styrktaraðili Dr. Brazeltons er Pampers. Minn helsti go-to sérfræðingur á þessu sviði er Jamie Glowacki en hún hjálpar foreldrum á barmi taugaáfalls við að kenna börnum að pissa í kopp þegar þau eru orðin 4 og 5 ára. Hún segir að það sé lang auðveldast að kenna börnum undir tveggja að pissa í kopp. Nú á bara eftir að koma í ljós fyrir mig hvort þetta verði jafn auðvelt með síðasta barnið. Verð bara að koma því að að bókin hennar Oh Crap! Potty Training er bráðskemmtileg og hefur reynst mér mjög vel, auk þess er hægt að kaupa hana á netinu og fá hana strax í tölvupósti fyrir bara $15. Sem er um það bil kostnaður við að vera með barn í bleyju í eina viku.