6.1.16

Áramótaheit

Allt í einu fattaði ég hvert áramótaheitið okkar er í ár.  Það er family outing á sunnudögum.  Eitthvað smá ferðalag, á safn eða í garð, eitthvað sport event..

Síðasta sunnudag (3. jan) fórum við í gróðurhúsa-grasagarð.  Eins og áður hefur komið fram.  Næsti sunnudagur er enn óráðinn en ég er að skipuleggja skíðaferð fyrir okkur til Wisconsin sunnudaginn þar á eftir.

Fyrsta eða annað árið okkar Óla hérna í Chicago vorum við með svona prógram.  Það var ekki lítið skemmtilegt.

Annað skemtilegt sem er að gerast hjá okkur er að Sólveig er að læra að tala.  Edda skilur hana best og er dugleg að tala við hana.  Það er eins og henni finnist hún ekkert endilega segja eintóma þvælu.  Stundum segir hún hluti við hana eins og "Sólveig, spurningin er ekki hvort þetta sé málið, heldur verðuru bara að gera þetta." Og Sólveig segir "da da da da da da pabba da da mamma, Edda mamma"

Og það seinasta skemmtilega sem gerðist var að ég skilaði greininni minni inn.  Hú ha.

Comments:
Frábært Tinna! Til hamingju með að hafa skilað greininni:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?