24.1.16

Allt að koma

Litla skinnið er að púslast saman.  Sýklalyf og allskonar pústlyf redduðu málunum og börnin fara bæði í leikskólann á morgun.  Hú ha.  Óli átti afmæli og var það mesta low-key afmæli sem hann hefur átt hugsa ég.  En við vorum samt með morgun-afmæliskaffi og spari kvöldmat, kerti á köku og pakka.  Hann fékk allskonar fínt.  Meðal annars Lego.  Frá konunni sinni.  Það kom honum vel á óvart, enda um 30 ár síðan hann fékk svoleiðis síðast.

Við fórum í smá ferð í Hyde Park í dag.  Ætluðum á vísindasafnið en svo sofnuðu bæði börnin og vöknuðu ekki fyrr en það var að fara að loka.. svo við fórum bara á róló þegar þær vöknuðu og síðan út að borða á the Medici.. sem er ekki alveg jafn sæmilegur og mig minnti en þetta var ágæt ferð niður memory lane fyrir okkur hjónin.

Barnið í mallanum sparkar og dansar um eins og það eigi lífið að leysa.  Ég er farin að óttast að þetta kríli sé svona orkusprengja eins og Edda var, klifrandi upp húsgögnin og sveiflandi sér í ljósakrónunum áður en hún lærði að labba.  Það er að taka vaxtakipp held ég, ég hef ekki við því að borða þessa dagana.  Ég sver það ég var búin að gleyma því hvað það er ýkt að vera óléttur.

Comments:
já, það er rosa ýkt að vera óléttur;) veistu kynið? (þori að veðja að það sé leyndó..)
 
Veit ekki kynið! Það eru meiri líkur á því að það sé stelpa svo Óli (tölfræðingurinn) heldur að það sé stelpa en konur mér fróðari segja að þetta sé "stráka bumba" því hún sé svo útstæð, svo ég held að þetta sé strákur. Litla krílið sparkar líka útí eitt sem lætur mig óttast að ég hafi rétt fyrir mér.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?