28.12.15

Mexíkó og fleira



Vegna þess að það er gert ráð fyrir að fólk taki bara tvær vikur í sumarfrí er mikilvægt að fara allavegana í viku í haustfrí og aðra viku í vorfrí.  Við vorum ekkert búin að fara í haustfrí svo við ákváðum að skella okkur til Mexíkó.  Okkur hefur langað að fara til Mexíkó í mörg ár, ef ekki áratugi.  Núna erum við líka búin að læra að þegar maður á börn verður maður að skipuleggja sig með það efst í huga svo ég pantaði bara ferð fyrir okkur á resort með barnaklúbbum fyrir alla aldurshópa.  Club Med.  Óli var aðeins efins.  Hélt þetta væri eitthvað 80´s thing, rækjukokteilar og partýskinka.  Það var nú öðru nær.  Þetta var paradís.  Eftir morgunmat fóru krílin í klúbbana sína og við hjónin í yoga.  Síðan beint í cabana á ströndina að lesa og sötra mohito (virgin fyrir mig) eða ískaffi.  Af og til stóðum við upp og gerðum eitthvað sniðugt.  Við fórum í salsa tíma, út á sjó að sigla á litlum catamaran, skjóta með boga og örvum.  Seinasta daginn fórum við í smá túr um þorpið og Óli fór reyndar líka í scuba diving einn daginn.  Aðallega lágum við samt á ströndinni.  Mjög ljúft.


Á heimleiðinni seinkaði vélinni okkar svo við komumst ekki til Dallas fyrr en 4 klukkutímum eftir áætlum og þá var seinasta vélin til Chicago flogin.  Gæjinn ætlaði að senda okkur með fyrstu vélinni áfram en við fengum hann til að bóka okkur aðeins seinna.  Við gistum því bara á flugvellinum og leigðum bíl daginn eftir og skoðuðum okkur aðeins um í Texas.  Fyrsta skipti fyrir okkur öll.  Við fórum á sædýrasafnið og sáum meðal annars letidýr sem fór sér mjög hægt.  Edda sá sækýr sem hún er búin að óska sér að hitta síðan í sumar þegar hún lærði að hafmeyjur voru áður sækýr.  Ég held hún hafi ekki áttað sig á stærðina á þessum dýrum, en þær eru mjög stórar.  Þessi sem við sáum átti uppáhaldsspýtu sem hann lék sér að.  Síðan sáum við eðlur og sæhesta, anacondu, skötur, mörgæsir, allskonar fiska, flamingó fugla.  Þetta var svaka flott sædýrasafn en ég fékk það ekki á tilfinninguna að velferð dýranna væri í fyrsta sæti, búrin voru frekar lítil.   Börnin voru uppgefin og sváfu í 3 tíma.  Á meðan vorum við í 3 tíma bíltúr.  Sem betur fer er Dallas bílvæn borg.  Við fengum okkur tex mex í hádegismat með horchata sem kom í svona 2L Texas dunkum.  Loks komumst við heim sem var alveg ágætt.  Við vorum öll alveg búin á því.  Sólveig fór í skólann daginn eftir en Edda var heima því hún var hálf lasin og við mæðgur sváfum meira og minna allan daginn.


Sandra beið eftir okkur heima með tilbúin mat og huggulegheit.  Hún var að stússast í kringum okkur öll jólin sem var agalega indælt sérstaklega vegna þess að við hjónin fengum bæði einhverja pest sem er að ganga um alla Chicago.  Hálsbólga og hósti.  Og erum búin að vera alveg draugslöpp.  En jólin voru mjög indæl.  Við elduðum gæs með öllu þessu hefðbundna: rauðkál, brúnaðar kartöflur, vínberja-sellerí mix, gular og grænar og trönuberjasultu.  Í forrétt var humarsúpa sem ég keypti bara tilbúna og í desert var ís og sósa og smákökur.  Mjög glæsilegt.  Börnin voru of spennt til að smakka aðalréttinn og Edda er orðin nógu gömul (rétt að verða 4) til að geta opnað alla pakkana áður en hún fer að sofa og beðið um fleiri.  Fyrir tvem árum þá opnaði ég síðustu pakkana hennar á öðrum ef ekki þriðja í jólum því hún var bara búin að fá sig full sadda af þessu.  Og Edda fékk líka að opna síðustu pakkana hennar Sólveigar á jóladagsmorgun með leyfi.
Mamman: Nei! Leyfðu Sólveigu að opna sinn pakka.
Edda: Sólveig, viltu opna þinn pakka?
Sólveig: Nei.
Edda: Má ég opna þinn pakka?
Sólveig: Jah.
Yeþþ er búið að þróast yfir í jah.


Af Sólveigu er það að frétta að hún er að læra að pissa í kopp.  Ég var búin að ákveða að nota jólafríið í þetta svo á aðfangadagsmorgun þá fékk Sólveig enga hreina bleyju heldur bara að vera berrössuð.  Og henni er það sko ekki á móti skapi.  Hún er búin að mótmæla bleyjunni eins sannfærandi og henni er frekast unnt í nokkrar vikur svo hún er hæstánægð með þetta fyrirkomulag.  Árangurinn er viðunandi.  Núna á fjórða í jólum pissaði hún oftar í koppinn heldur en útfyrir hann.. kannski 4 sinnum.  Kúkaði einu sinni.  Það er reyndar bara 50% success rate en ég set líka á hana bleyju fyrir lúrinn og svefninn.  Með Eddu var ég aðeins duglegri.  Á þriðja degi pissaði hún smá ef ég setti hana á koppinn.  Með Sólveigu erum við búin að vera aðeins slakari, við setjum bara á hana bleyju ef við viljum fara út og það er ekki vænlegt til skjóts árangurs.




Comments:
Frábærir pistlar elsku Tinna, gaman að fylgjast með :-) Knús á ykkur, vona að kvefið sé á undanhaldi og gangi þér vel með greinina.
 
Takk Begga mín!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?