3.12.15
Dagur 5
Í gær fóru allir í leikskóla og "vinnuna" sína. Það var ágætt. Í dag vaknaði Sólveig kl. 4 og var rennandi blaut. Þegar ég var búin að skipta á henni og skipta um föt þá var hún bara vöknuð og við urðum að fara á efri hæðina til að leyfa Eddu að sofa. Ætli hún hafi ekki sofnað aftur um sex eða hálf sjö og svo vaknaði Edda kl. 7. Eftir hafragraut grúfði ég mig bara undir sængina og gat ekki staðið upp fyrr en kl. 10. Nokkuð fáránlegt. En síðan rættist aðeins úr þessu. Við fengum okkur hádegismat og Sólveig lúraði 10-12 sem var ágætt. Núna erum við á kaffihúsi sem er leiköfngum gætt og hér er einnig sandkassi með rennibraut, allskonar dúkkudót og ég veit ekki hvað og hvað. Sannkallað ævintýraland.