11.11.15
Kjánaprik
Af og til þarf ég að útskýra það fyrir börnunum að mamma þeirra getur verið soddan kjánaprik. Í morgun dreif ég börnin út úr húsi í einu hendingskasti því við vöknuðum ekki fyrr en 20 mínútur yfir 8. Ég fann það á mér að við hefðum sofið óvenju lengi og þegar Óli sagði að klukkan væri orðin þetta margt þá fannst mér það mjög sennilegt. Edda var reyndar vöknuð fyrir smá og var að "baka köku" á eldhúsgólfinu. Það var vatn og tvær sveskjur í stórri skál sem hún setti af og til inn í ofninn og síðan hveiti útum allt gólf. Við brunum af stað en sjáum engan í leikskólanum inn um gluggann. Ég skoða klukkuna betur og hún er þá bara korter í átta. Við höfðum verið að skoða allskonar klukkur sem stilla sig ekki sjálfar þegar vetrartíminn byrjar. Aðeins of snemmt finnst okkur svo við keyrum aftur heim og fáum okkur hafragraut.
Þetta gerist bara tvem dögum eftir að ég er um það bil að skila greininni minni inn. Átti bara rétt eftir að breyta nöfnunum á gröfunum og eitthvað svona smotterí. Ég sest niður aftur eftir mjög vel útilátinn hádegismat; súpa, kúpversk samloka, yukka chips og flan í desert. Er enn í matarvímu og fipast eitthvað og skrifa óvart :x . hmmm? Ritillinn biður mig um frasa. Ég held ég skrifi bara q til að komast út úr þessu en hann biður mig enn um frasa. w finnst mér ég skrifa og síðan einhverja fleiri stafi. Enn vill hann að ég skrifi einhverja frasa og ég skrifa visual. Síðan man ég ekki hvernig ég komst út úr þessu en þegar ég opna skjalið mitt aftur er það bara bull. :x þýðir einmitt encryption og ég er búin að enkrypta greinina mína. Get ekki opnað hana sama hvað ég reyni og sama hvað ég googla vi encryption by mistake. Svo nú er ég að púsla þessu saman úr mismunandi backupum.
Þá er bara að bíða og sjá hvað gerist eftir tvo daga.
Þetta gerist bara tvem dögum eftir að ég er um það bil að skila greininni minni inn. Átti bara rétt eftir að breyta nöfnunum á gröfunum og eitthvað svona smotterí. Ég sest niður aftur eftir mjög vel útilátinn hádegismat; súpa, kúpversk samloka, yukka chips og flan í desert. Er enn í matarvímu og fipast eitthvað og skrifa óvart :x . hmmm? Ritillinn biður mig um frasa. Ég held ég skrifi bara q til að komast út úr þessu en hann biður mig enn um frasa. w finnst mér ég skrifa og síðan einhverja fleiri stafi. Enn vill hann að ég skrifi einhverja frasa og ég skrifa visual. Síðan man ég ekki hvernig ég komst út úr þessu en þegar ég opna skjalið mitt aftur er það bara bull. :x þýðir einmitt encryption og ég er búin að enkrypta greinina mína. Get ekki opnað hana sama hvað ég reyni og sama hvað ég googla vi encryption by mistake. Svo nú er ég að púsla þessu saman úr mismunandi backupum.
Þá er bara að bíða og sjá hvað gerist eftir tvo daga.
Comments:
<< Home
Úff.. "computer says NO" dæmi:/ Gangi þér vel:) Þú ert svo mikill snillingur að ég veit að þú reddar þessu.
P.s. er að nota bindin;)
Skrifa ummæli
P.s. er að nota bindin;)
<< Home