2.11.15
Heil málsgrein!
Hú ha. Skrifaði heila málsgrein. Ég þarf að senda elsku greinina mína inn á miðvikudaginn og það er ansi margt ógert.
Allavegana hafa börnin mín það gott og öðlast aukinn tilfinninga þroska á hverjum degi. Við hjónin erum aðeins upptekin af þessari vídd í uppvaxti afkvæma okkar. Edda fann eitt halloween nammi sem hafði dottið á bakvið eitthvað og var staðráðin í að það myndi hún fá í desert. Jú jú, ætli það ekki. Síðan þegar allir eru búnir að borða þá tjáir hún það að nú sé komið að namminu. Ég opna pokann. Þetta er svona lítill poki með 5 eða 6 gúmmíböngsum. Og segi henni að hún verði að gefa Sólveigu með sér. Hún byrjar á því að rétta mér eitt og segir mér að ég verði að bíða með að borða það þangað til allir eru komnir með sitt. Síðan gengur hún á milli allra, félagi Óla er hérna - búinn að gista hjá okkur í nokkrar nætur, og allir fá eitt.
Óli skildi ekki í því að hún skildi tíma þessu. Fyrsti gúmmíbangsinn held ég sem hún fær á ævinni. Nú heldur verkefnið áfram að skemma þetta ekki.
Allavegana hafa börnin mín það gott og öðlast aukinn tilfinninga þroska á hverjum degi. Við hjónin erum aðeins upptekin af þessari vídd í uppvaxti afkvæma okkar. Edda fann eitt halloween nammi sem hafði dottið á bakvið eitthvað og var staðráðin í að það myndi hún fá í desert. Jú jú, ætli það ekki. Síðan þegar allir eru búnir að borða þá tjáir hún það að nú sé komið að namminu. Ég opna pokann. Þetta er svona lítill poki með 5 eða 6 gúmmíböngsum. Og segi henni að hún verði að gefa Sólveigu með sér. Hún byrjar á því að rétta mér eitt og segir mér að ég verði að bíða með að borða það þangað til allir eru komnir með sitt. Síðan gengur hún á milli allra, félagi Óla er hérna - búinn að gista hjá okkur í nokkrar nætur, og allir fá eitt.
Óli skildi ekki í því að hún skildi tíma þessu. Fyrsti gúmmíbangsinn held ég sem hún fær á ævinni. Nú heldur verkefnið áfram að skemma þetta ekki.