22.11.15
Edda í Kattholti
Fyrsta alvöru skammastrikið kom í dag. Ég trúði í alvörunni ekki mínum eigin augum. Sólveig er fárveik, búin að vera með hita í 3 daga þrátt fyrir sýklalyf svo hún er upp í og vaknar lon og don. Þegar Edda vaknaði um 6 leytið sagði ég Óla að hann yrði að fara með hana upp og reyna að slaka á með henni þar því við Sólveig urðum að fá að sofa aðeins lengur. Fast forward 20 mín yfir átta. Edda kemur inn í herbergi til okkar. Kolsvört. Hún er kolsvört í framan, á höndum og fótum. Svört fótspor útum allt. Þá hafði hún fundið blekbyttuna mína og ætlað að "skrifa bréf" en byttan "pommaði niður á gólf". Blekið skvettist upp um veggina og húsgögnin, útum allt gólf og barnið fór bara að synda í staðin í pollinum.
Ótrúlegt en satt þá hélt jörðin áfram að snúast. Edda fór í bað. Blekið þvoðist af parketinu og húsgögnunum en reyndar ekki af veggjunum. Ætli það megi ekki mála þá og það er svosem ekkert mjög mikið af skvettum. Fötin eru reyndar ónýt en það var nú bara tímaspursmál.
Við töluðum svolítið um Emil í sambandi við þetta atvik og að hann hefði alltaf þurft að sitja í skemmunni tímunum saman eftir stór skammastrik. Og þetta væri skammastrik af því tagi. En Edda myndi ekki vera sett inn í skemmu. Henni var nú aðeins létt við það en ég held hún hafi ekki alveg náð hvað ég var að fara. Síðan töluðum við aðeins um hvað fóstrurnar myndu segja á morgun þegar Edda kæmi í leikskólan öll svört. Það fannst henni náttúrulega bara fyndið að hugsa til að þær myndu ekki þekkja hana.
Ótrúlegt en satt þá hélt jörðin áfram að snúast. Edda fór í bað. Blekið þvoðist af parketinu og húsgögnunum en reyndar ekki af veggjunum. Ætli það megi ekki mála þá og það er svosem ekkert mjög mikið af skvettum. Fötin eru reyndar ónýt en það var nú bara tímaspursmál.
Við töluðum svolítið um Emil í sambandi við þetta atvik og að hann hefði alltaf þurft að sitja í skemmunni tímunum saman eftir stór skammastrik. Og þetta væri skammastrik af því tagi. En Edda myndi ekki vera sett inn í skemmu. Henni var nú aðeins létt við það en ég held hún hafi ekki alveg náð hvað ég var að fara. Síðan töluðum við aðeins um hvað fóstrurnar myndu segja á morgun þegar Edda kæmi í leikskólan öll svört. Það fannst henni náttúrulega bara fyndið að hugsa til að þær myndu ekki þekkja hana.
Comments:
<< Home
Ja hérna hér. He he.. þetta er nefnilega svona með jörðina. Hún heldur bara áfram að snúast sama hvað gengur á;)
Skrifa ummæli
<< Home