1.11.15
Baby's advocate
En það er Edda. Núna hefur hún mestar áhyggjur af því að við séum ekki komin með göngugrind, vöggu né allskonar dót til að halda litla barninu í. "Mamma, ég er að segja þér að þú verður að fara út að kaupa svona grind fyrir það vegna þess það er svo lítið að það getur ekki talað og ekki labbað." En þetta er rétt hjá henni, ég losaði mig við allt baby-dótið vegna þess að ég var staðráin í því að eignast ekki fleiri börn.
Við héldum upp á Halloween með pompi og prakt. Fyrst var skrúðganga með skólanum á 30. Síðan fór Edda í búninga afmæli á 31. og þegar dimmdi fórum við út í tick-ó-tít sem var svaka skemmtilegt og tekið vel á móti okkur allstaðar. Öllum fannst Boots (Sólveig) bilaðslega sæt. Síðan hittum við Henry, sem er í bekk með Eddu, og fjölskyldu og fórum í Halloween partý heim til þeirra. Svaka stuð. Síðan fengu þær systur sér sleikjó og meððí í morgunmat.
Við héldum upp á Halloween með pompi og prakt. Fyrst var skrúðganga með skólanum á 30. Síðan fór Edda í búninga afmæli á 31. og þegar dimmdi fórum við út í tick-ó-tít sem var svaka skemmtilegt og tekið vel á móti okkur allstaðar. Öllum fannst Boots (Sólveig) bilaðslega sæt. Síðan hittum við Henry, sem er í bekk með Eddu, og fjölskyldu og fórum í Halloween partý heim til þeirra. Svaka stuð. Síðan fengu þær systur sér sleikjó og meððí í morgunmat.