24.10.15

Haust

Árstíðirnar eru eins og húsdýrin, eitt aðal umræðuefni í leikskólum.  Í Ameríku er haustið frekar viðburðaríkt.  Það er epla tínsla, laufin falla og haustlitirnir, það er halloween, thanksgiving, ferðir í sveitina að klappa geitum og llama dýrum.  Stelpurnar eru alveg hugfangnar af þessu öllu saman.  Edda fór í ferð með leikskólanum á pumpkin patch.  Það var svaka stuð.  Þau keyrðu um í heyvagni, fóru í hringekju, gáfu dýrunum snarl og fengu grasker með heim sem á að skreyta í næstu viku.  Á morgun erum við að fara í brauðbakstur.  Það er sko skemmtilegt.  Það er í Hyde Park, í Experimental Station.  Þar er alvöru viðarofn þar sem fólk hittist af og til með brauð sem eru að hefa sig til og bakar saman allskonar mat og brauð og síðan er potluck.  Mmmm.

Ég er loksins búin að finna mér barnapíu.  Hún kemur í kvöld.  Það verður gott.



Comments:
Guði sé lof fyrir barnapíur! :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?