24.10.15

Haust

Árstíðirnar eru eins og húsdýrin, eitt aðal umræðuefni í leikskólum.  Í Ameríku er haustið frekar viðburðaríkt.  Það er epla tínsla, laufin falla og haustlitirnir, það er halloween, thanksgiving, ferðir í sveitina að klappa geitum og llama dýrum.  Stelpurnar eru alveg hugfangnar af þessu öllu saman.  Edda fór í ferð með leikskólanum á pumpkin patch.  Það var svaka stuð.  Þau keyrðu um í heyvagni, fóru í hringekju, gáfu dýrunum snarl og fengu grasker með heim sem á að skreyta í næstu viku.  Á morgun erum við að fara í brauðbakstur.  Það er sko skemmtilegt.  Það er í Hyde Park, í Experimental Station.  Þar er alvöru viðarofn þar sem fólk hittist af og til með brauð sem eru að hefa sig til og bakar saman allskonar mat og brauð og síðan er potluck.  Mmmm.

Ég er loksins búin að finna mér barnapíu.  Hún kemur í kvöld.  Það verður gott.



12.10.15

Uppáhaldsliturinn minn er bleikur

Ég sver það.  Kannski er þetta vegna þess að grey barnið, stelpan, á ekki eina einustu bleika spjör.  Eða kannski finnur hún það á sér að ég er ekki hrifin af bleiku og þetta er svona aperatif fyrir unglinsárin.

Við fórum til Milwaukee um helgina í frí.  Það klikkar ekki, að fara aðeins útúr bænum og skipta um umhverfi.  Byrjuðum á því að fara í eplatínslu og klappa geitunum og svona.  Það var svaka fjör.  Því miður fékk Sólveig einhverja bakteríu á bóndabænum og kastaði upp og var með hita alla nóttina og hálfan daginn.  Það var hrikalegt að geta ekki gefið henni neitt að borða.  Meira að segja epladjús kom upp svo hún fékk bara pedialite en við þurftum náttúrulega að borða og gátum ekki skilið hana eftir á hótelinu svo hún þurfti að horfa á okkur borða morgunmat og kvöldmat án þess að mega fá mikið.  Um kvöldið fékk hún fransbrauð og smá ávexti og síðan nokkrar franskar og var mega sátt við það.  Fyndið hvað það er oft erfitt að neita börnunum um eitthvað þó svo maður viti að það er þeim fyrir bestu.

Við fórum í göngutúr um nátturuskika og sáum risa hegra.  Það var geggjað.  Hann var meira en meter á hæð.  Örugglega meira því hann var stærri en Edda, og hún er einn og tíu, eitthvað þannig.  Síðan fórum við á barnasafnið sem var agalega skemmtilegt (fyrir börnin),  í sund, á róló og út að borða.  Mjög indælt og afslappandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?