23.9.15
Ó þessi börn
Þau eru svo yndisleg. Núna segir Edda um það bil í hvert sinn sem við borðum kvöldmatinn "þetta er besti matur sem ég hef smakkað" eða eitthvað í þá áttina. Og Sólveig lætur ekki sitt eftir liggja og segir "mmmmmmmmm". Hún er orðið algjört matargat og hámar í sig allt sem ég býð henni upp á. Í kvöld vorum við hins vegar með grænkáls-pasta, með fullt af ólívu olíu og osti svo þetta var mjög djúsí, en Eddu fannst þetta alveg ótækt og gargaði "Ég vil ekki þetta græna - urrr". Og var í alvörunni mjög svekkt en mér fannst það bara fyndið. Passaði mig samt að bæla þá tilfinningu. Maður verður að sýna samkennd.