12.9.15
Indæll dagur
Þetta var alveg sérlega indæll dagur hjá okkur í dag. Það byrjaði nú á því að Edda vaknaði klukkan hálf sjö, alveg í spreng, því það fyrsta sem hún sagði var pissa, sundlaug, sundlaug. En um leið og hún vaknar þá byrjar hún að segja manni frá því sem er að gerast í huga hennar, sama þó maður sé steinsofandi. Við það vaknaði síðan Sólveig og þá var allt komið á fullt. Sem betur fer gat ég skúbbað Óla í morgun duty og hann eldaði hafragraut og stóð sig með mikilli prýði. Síðan fengum við okkur morgunkaffi með brauði og huggulegheitum úr voða fínu bakaríi sem við höfðum heimsótt í gær. Það er ekki hægt að biðja um það betra.
Upp úr hádegi fóru Edda og Óli í smá leiðangur og Sólveig fór að sofa. Hún steinsvaf í einn og hálfan tíma og ég skrifaði smá statement. Er í smá starfshugleiðingum. Það er bilaðslega spennandi. Við Sólveig dunduðum okkur aðeins og síðan um þrjú leytið þá fórum við út í block-party þar sem allir nágrannarnir voru saman komnir að chilla. Börnin fríkuðu út í hoppu kastala, máluðu sig í framan, hjóluðu á þríhjólum og léku á alls oddi. Fullorðna fólkið sat í stól ef það var svo lukkulegt að eiga ekki eins árs gamalt barn og sötraði eitthvað huggulegt eða elti barnið sitt á röndum ef það var svo lukkulegt að eiga eins árs gamalt barn.
Í kvöldmat fengum við Mexíkóskt hrísgrjónasalat og börnin steinrotuðust kl. átta. Þá "loksins" gat ég farið að taka til og pakka upp úr enn einum kassanum. Phú ha. Svona er nú lífið ljúft í Chicago. Ég dýrka þessa chilluðu stemmningu hérna. Svo afslappandi og alúðleg.
Upp úr hádegi fóru Edda og Óli í smá leiðangur og Sólveig fór að sofa. Hún steinsvaf í einn og hálfan tíma og ég skrifaði smá statement. Er í smá starfshugleiðingum. Það er bilaðslega spennandi. Við Sólveig dunduðum okkur aðeins og síðan um þrjú leytið þá fórum við út í block-party þar sem allir nágrannarnir voru saman komnir að chilla. Börnin fríkuðu út í hoppu kastala, máluðu sig í framan, hjóluðu á þríhjólum og léku á alls oddi. Fullorðna fólkið sat í stól ef það var svo lukkulegt að eiga ekki eins árs gamalt barn og sötraði eitthvað huggulegt eða elti barnið sitt á röndum ef það var svo lukkulegt að eiga eins árs gamalt barn.
Í kvöldmat fengum við Mexíkóskt hrísgrjónasalat og börnin steinrotuðust kl. átta. Þá "loksins" gat ég farið að taka til og pakka upp úr enn einum kassanum. Phú ha. Svona er nú lífið ljúft í Chicago. Ég dýrka þessa chilluðu stemmningu hérna. Svo afslappandi og alúðleg.