29.9.15
Ert þú með barn í mallanum?
Við sátum öll fjölskyldan á bríkinni á hjónarúminu og vorum að gera okkur til fyrir daginn. Ég var að greiða Eddu og var með hana svona á milli lappanna. Óli hélt á Sólveigu sem að reyna að láta hann lesa fyrir sig með skapofsa sem einkennir þá sem fá minni athygli en aðrir. Edda er svona að strjúka á mér minn ört vaxandi maga og er greinilega aðeins misboðið því hún er hugsi og segir síðan
"Ert þú með barn í mallanum?" Það var skemmtilegt að við vorum þarna öll samankomin. Mér var aðeins brugðið en gat síðan stunið upp að já, það væri satt. Það væri barn í mallanum. Núna vill hún fá að strjúka mig af og til á daginn og er mjög spennt. Þetta er nú alveg yndislegt. Sólveig virðist ekki alveg búin að meðtaka þetta en uppáhalds bókin hennar er Lotte og Lillebror. Þar er reyndar ekkert talað um barnið í mallanum, bara þegar það er komið í heiminn, organdi og með tilheyrandi veseni.
"Ert þú með barn í mallanum?" Það var skemmtilegt að við vorum þarna öll samankomin. Mér var aðeins brugðið en gat síðan stunið upp að já, það væri satt. Það væri barn í mallanum. Núna vill hún fá að strjúka mig af og til á daginn og er mjög spennt. Þetta er nú alveg yndislegt. Sólveig virðist ekki alveg búin að meðtaka þetta en uppáhalds bókin hennar er Lotte og Lillebror. Þar er reyndar ekkert talað um barnið í mallanum, bara þegar það er komið í heiminn, organdi og með tilheyrandi veseni.