16.6.15
Chicago
Við erum að flytja til Chicago. Við vorum eitthvað að pæla að flytja og brainstormuðum svolítið um hvert. Byrjuðum svona í næsta nágrenni: Brooklyn, Queens en síðan spáðum við í Hoboken þar sem Nicki Minage býr og síðan datt okkur Chicago í hug og það hljómaði vel útaf allskonar ástæðum svo nú erum við búin að fara í vettvangsferð og finna skóla fyrir börnin og ég er búin að pakka innbúinu í kassa.
Það er frekar stressandi að flytja. Það þarf að hugsa fyrir svo mörgu á sama tíma. Pakka náttúrulega. Finna leigjanda fyrir íbúðina. Það er reyndar kona að vinna í því. Selja húsgögn. Fara í gegnum dótið. Athuga hvort megi losa sig við eitthvað. Það má. Mig vantar ökuskýrteini. Er að pæla í að reyna að fá það á morgun. Það er endalaust ársloka prógram í skólanum hennar Eddu. Við þurfum að finna íbúð í Chicago. Síðan eru nokkrir lausir endar sem ég nenni ekki að útlista. Ætli þetta púslist ekki einhvern vegin saman.
Við erum allavegana að fara til Íslands á mánudaginn og það verður ágætt. Ég er með bissnishugmynd sem ég er bilaðslega spennt fyrir. Vantar saumakonu.
Það er frekar stressandi að flytja. Það þarf að hugsa fyrir svo mörgu á sama tíma. Pakka náttúrulega. Finna leigjanda fyrir íbúðina. Það er reyndar kona að vinna í því. Selja húsgögn. Fara í gegnum dótið. Athuga hvort megi losa sig við eitthvað. Það má. Mig vantar ökuskýrteini. Er að pæla í að reyna að fá það á morgun. Það er endalaust ársloka prógram í skólanum hennar Eddu. Við þurfum að finna íbúð í Chicago. Síðan eru nokkrir lausir endar sem ég nenni ekki að útlista. Ætli þetta púslist ekki einhvern vegin saman.
Við erum allavegana að fara til Íslands á mánudaginn og það verður ágætt. Ég er með bissnishugmynd sem ég er bilaðslega spennt fyrir. Vantar saumakonu.