10.5.15
Oxford
Ég fór í mína fyrstu vinnuferð sem freelance scientist til Oxford á Bretlandseyjum. Það var geggjað. Í allskonar víddum. Það var gott að fá frí frá börnunum mínum og það var gott að spá í vísindum aftur. Ég var alveg í nokkra daga að jafna mig áður en ég gat slakað á í þessu nýja hlutverki og síðan fór ég aftur til NY. En við áorkuðum ýmsu og fengum eina góða hugmynd sem var hjálplegt. Ég skoðaði mig aðeins um í Oxford, fór m.a. í túr um Bodlian Library sem er um 500 ára gamalt bókasafn. Þessi bær er engum líkur. Mér finnst eiginlega hálf ótrúlegt að hann skuli vera til.