28.5.15

Gleðilegan túrdag

Ég hef aldrei verið jafn ánægð með að byrja á túr en á sjálfum alþjóðlegum degi túrsins. Fyrir utan að vera dauðfegin að vera ekki ólétt finn ég hjá mér hugarfarsbreytingu í garð þessa tímabils mánaðarins þegar líningin í leginu mínu brotnar niður. 

Mér finnst ekkert smá merkilegt að allar stelpur, meira og minna, sem ná unglingsaldri byrja á túr og eru með blæðingar einu sinni i mánuði i um 30, 40 ár. Og samt er þetta feimnismál, áhyggjumál og allskonar önnur mál sem eru allur skalinn af vandamálum. 

Á vesturlöndum búa konur við það að vera hvattar til að setja mis eitraðar plastvörur á milli lappanna. Meðan í öðrum heimshornum búa stelpur við þann raunveruleika að geta ekki mætt í skólann vegna ranghugmynda um tíðahringinn. Í nafni guðs mega sumar konur ekki elda meðan þær eru á túr. 

Svo það er full ástæða til að hafa alþjóðlegan túr dag til að reyna að bæta úr þessum ruglingi.  

Comments:
Frábært!
Innilega til hamingju með að vera byrjuð á túr:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?