9.2.15

Litla barnið er 3 ára í dag

Við vorum með afmæli á laugardaginn fyrir skólavinina og á sunnudaginn fyrir Íslensku vinina auk þess sem við fórum í afmæli til eins félaga úr skólanum eldsnemma á sunnudeginum svo mér fannst við ekki geta innbyrt meira afmælisstúss.  Edda söng afmælissönginn fyrir sig allan daginn og við fengum okkur súkkulaði köku og mjólk og það er nú eitthvað.  Fórum náttúrulega öll fjölskyldan í skólann í afmæli sem var í skólanum.  Við sýndum börnunum myndir af Eddu frá því hún fæddist, lásum Elmo bókina og Flýttu þér Einar Áskell.  Þetta féll allt í góðan jarðveg.  Hérna er vídjó af afmælissöngnum.



Afmælisveislurnar voru ljómandi góðar.  Ég var búin að vera að stressa mig yfir þeim í mánuð allavegana.  Veislurnar sem okkur er boðið í eru mjög glæsilegar.  Ég var farin að hugsa að við yrðum að leigja sal og vera með einhverja geðveiki en síðan komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri bara í lagi að bjóða þremur börnum úr hvorum hópnum og það var mjög fínt.  Edda var í skýjunum og það var líka huggulegt fyrir foreldrana.  Íslendingakaffið var geggjað notalegt líka.

Litla skinnið var búið að hlakka svo til afmælis síns.  Og núna er hún búin að eiga stórkostlegt þriggja daga afmæli.  Ég verð samt ekkert hissa ef það endar í svaka spennufalli á morgun þegar hún á alls ekki lengur afmæli.  Hún er búin að vera að segja "ég á ennþá afmæli".

Comments:
Takk fyrir þetta. Gaman að fá að kíkja inn í leikskólann! Sú stutta nýtur stundarinnar.
 
Innilega til hamingju med Eddu! :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?