23.2.15

Ég er takki

(Krakki)

Ég er barn.  Þú ert fullorðin.  Arnav er takki.  Leela er stelpa.

Þetta er það sem er að brjótast um hjá Eddu þessa dagana.

Sóleig er farin að labba bara nokkuð vel.  Hún gaf mér líka ís úr diner-num.  Það þarf að setja ískúlu í ísbrauð.  Hún gerði þetta og rétti mér.  Er búin að fatta að þetta er nokkuð sem börn gera.  Gefa foreldrum sínum ís.

Um daginn vildi Edda fá ís í eftirmat en ég bauð henni smá kökusneið í staðin.  Síðan þegar hún er komin upp í rúm þá vildi hún fá að heyra þrjár sögur.  Söguna um stelpuna sem vildi ís.  Söguna um stelpuna sem vildi ekki köku.  Og síðast en ekki síst, söguna um stelpuna sem vildi horfa á sjónvarpið.

Það er ekkert smá magnað að eiga börn.  Það er eitthvað svo basic.  Jarðtengir mann.  Þetta snýst svo mikið um frumþarfir en síðan eru þau svo einlæg og yndisleg.

Ég vil vera hjá mömmu minni og pabba - þetta sagði Edda við afa sinn í morgun.

Comments:
dúllidúll:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?