10.11.14
Peek
Þetta var ljómandi góð vika hjá okkur. Anna og Jason voru í árlegri haust ferð í NY og gistu pínulítið hjá okkur. Það er ekkert smá heimilislegt og indælt að hafa skyldfólk sitt í heimsókn. Fyrir þá sem ekki vita það þá erum við náttúrulega með heilt gestaherbergi og finnst huggulegt þegar það er nýtt.
Nýjasta sportið hjá Sólveigu er að standa upp við bekk eða borð og sleppa fyrst annari hendinni og síðan hinni. Og detta síðan beint á rassinn. Hún brunar útum allt á fjórum og er algjör kjúkklingur. Hún elskar að kanna hvern krók og kima hérna. Sérstaklega skóhilluna, kústana og ruslið.
Edda hernir eftir öllu sem við segjum. Ef ég segi við Óla "takk fyrir mig beibi" sem er eitthvað sem ég geri. Þá segir hún "takk fyr-ir mig bei-bi". Og ef ég er að keyra Eddu í kerrunni og beygi í hugsanaleysi inn vitlausa götu og segi svona meira við sjálfa mig "mamma er nú meiri álfurinn" þá segir Edda "mamma Eddu meiri álfurinn".
Nýjasta sportið hjá Sólveigu er að standa upp við bekk eða borð og sleppa fyrst annari hendinni og síðan hinni. Og detta síðan beint á rassinn. Hún brunar útum allt á fjórum og er algjör kjúkklingur. Hún elskar að kanna hvern krók og kima hérna. Sérstaklega skóhilluna, kústana og ruslið.
Edda hernir eftir öllu sem við segjum. Ef ég segi við Óla "takk fyrir mig beibi" sem er eitthvað sem ég geri. Þá segir hún "takk fyr-ir mig bei-bi". Og ef ég er að keyra Eddu í kerrunni og beygi í hugsanaleysi inn vitlausa götu og segi svona meira við sjálfa mig "mamma er nú meiri álfurinn" þá segir Edda "mamma Eddu meiri álfurinn".