4.11.14

Peek of the week

Kennarinn hennar Eddu sendir út svona smá fréttabréf í vikulok um helstu viðburði þeirrar viku.  Mér finnst ekkert lítið gaman að lesa um hvað barnið mitt gerir þegar ég er ekki viðstödd.  Svo fékk ég hugmynd um að kannski væri gaman að skrifa smá blogg um það helsta sem á okkar viku dreif.

Þetta var mjög sérstök vika þar sem við fengum met fjölda af íslenskum gestum.  Fyrst kom Sigurdís mín aðeins við þar sem hún var að fara í starfsviðtal í the Bronx daginn eftir.  Síðan kom Anna frænka okkar aðeins við í hádegismat áður en hún flaug aftur til baka og daginn eftir kom Oddur í langa maraþon helgi.  Svaka skemmtilegt.

Þessa dagana er ég að vinna í að kenna dúllunum að sofna sjálfar.  Sólveig fær ekki lengur að sofna með geirvörtuna uppí sér en hún er í vandræðum með að sofna án þess að fá rugg og söng.  Edda er í agalega miklum vandræðum með að sofna en við vorum að byrja með nýja rútínu sem hefur reynst alveg ágætlega:  Bað kl. hálf sex.  Matur kl. 6.  Bursta tennur kl. hálf sjö og lesa til sjö.  Saga og bænir og slökkva ljósið um sjö.  Undanfarna tvo daga hefur Edda sofnað á met tíma, kannski tíu mínútum.

Við fórum í óperuna á Brúðkaup Fígarós sem var geggjað.  Skemmtilegasta kómedía sem ég hef séð.  Síðan fór ég í aðgerð sem var líka geggjað.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?