29.11.14

Flórída

Eða Fólída eins og Edda segir.  Það er orðinn árlegur viðburður hjá okkur að fara suður á bóginn í þakkargjarfrí.  Núna varð St. Pete fyrir valinu.  Heimsóttum Valtý og Lenu og vorum í nokkra daga á ströndinni.  Það er nú frekar mikið chill í St. Pete.  Valtýr og Lena voru líka með smá þakkargjarðarpartý með pókerspili og látum.  Ég tapaði öllu en Óli kom út á sléttu þegar það er tekið með í reikninginn.  Edda var ekki lítið ánægð með að komast í sund en Sólveig er meira og minna sátt við hvað sem maður býður henni upp á.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?