9.4.14

Mánaðar gömul

Barnið er að verða mánaðar gamalt.  Eitt af því besta við smábörn er hvað þau stækka fljótt.  Og örugglega eitt af því besta við að vera smábarn er hvað maður stækkar fljótt.  Það er svo erfitt að vera svona lítill.  Garnirnar og allar leiðslur eru svo þröngar að ef það er bara ein lítil loftbóla fyrir þá stoppast allt og svaka óþægilegt.  Þær eru líka svo stuttar að maður verður svangur hálftíma eftir að maður borðaði síðast.  Maður getur ekki sest upp til að ropa, ekki snúið sér á hina hliðina, stundum fær maður hnefa í andlitið sem maður veit ekkert hvaðan kom.  Það er meira og minna allt fáránlegt við það að vera svona agnarsmár.

Núna er Sólveig mánaðar gömul og það sem hún getur gert er að halda höfðinu stöðugu meira og minna.  Kannski svona 80%.  Annað sem hún getur er að horfa á foreldra sína og aðra í fjölskyldunni og ná augnsambandi við þau.  Hún getur fylgt bleikum bolta eftir og snúið höfðinu til að halda áfram að horfa á hann.  Hún getur gripið í puttann á Eddu henni til mikillar ánægju.  Það eru reyndar ósjálfráð viðbrögð en ekki segja Eddu það.

Já já.  Annars er allt gott að frétta.  Mamma er hér enn sem er ómetanlegt.  Lóa er orðin uppáhalds hjá Eddu.  Óli og mamma fóru á tónleika í Carnegie Hall í kvöld og Óli og Lóa eru að fara í óperuna á laugardaginn.  Óli og Tinna eru að horfa á House of Cards þessa dagana.  Ýmislegt menningarlegt í gangi hérna þrátt fyrir smábörn og vesen.

Við erum með íslenskan síma 499 2378.  Það kostar eins og að hringja í vesturbæjinn að hringja í okkur fyrir flesta Íslendinga.  Nema fyrir Óla.  Ég er ekki nógu dugleg að vera með hringinguna í gangi í símanum mínum svo til að ná í konuna sína hringir Óli úr skypinu alla leið til Íslands og aftur til NY í heimasímann.  Pínulítið fyndið.  Honum finnst það ekki.

Comments:
Gott að lesa Tinna mín:)Gott að allt gengur vel:)
 
Haha, það var þetta með mæðurnar og að svara í símann. Það aftengist eitthvað í símafrumunum í konum við barnsburð. Við erum búin að sanna þetta :P

Gott að heyra að allt gengur vel og maddaman braggist!

Ástarkveðja,
Silla
 
Edda er svaka dugleg að svara í símann!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?